top of page
CERACOAT CERAMIC BÍLVÖRN, 200 ML

BÍLVÖRNIN ER UPPSELD!

kr6,799.00Price
  • Bílvörnin ver allt yfirborð bílsins, felgur, rúður (gler, málm, luktir, króm, plast, trefjar, gúmmí). Hana má nota á bíla, trukka, hjólhýsi, hjól, mótorhjól, báta, flugvélar, hjálma, til að varnar gegn veðrum, vindum og vatni og óhreinindum. Hinn þunni Ceracoat nanóhjúpur ver allt yfirborð bílsins gegn minna hnjaski og óhreinindum, regni, snjó, bremsuryki, fugladriti, flugnaklessum, útblástursmengun, sólarljósi og smágrýti og viðheldur gljáa bílsins í langan tíma. Hún hreinsar, hjúpar, ver og myndar mjúkan gljáa á yfirborð bílsins. Eftir Ceracoat meðferð þarf síður að nota hreinsiefni. Hafa skal í huga að íslenskar aðstæður eru aðrar en þær sem miðað er við í hinni svissnesku vörulýsingu. 

    CERACOAT SPARAR TÍMA OG PENINGA!

    NOTKUN:

    Þrífa þarf bílinn og bíða þess að hann verði þurr. Hrista skal ílátið vel fyrir notkun. Hella skal litlu magni af Ceracoat efninu í þurran rakadrægan klút og bera á yfirborðið með því að strjúka fram og tilbaka. Gljálaus hjúpur myndast á yfirborðinu sem þarf að bíða eftir að þorni. Óþarfi er að nota of mikið af efninu. Fyrir meðalstóran bíl er nóg að nota um 1/6 af ílátinu. Strjúka skal gljálausa hjúpinn í burtu eftir um 2-3 mínútur, þar til yfirborðið verður mjúkt og afar skínandi, líkt og spegill. (aðeins þarf að nota lítið magn) - Hægt er að hjúpa yfirborð bílsins nokkrum sinnum, til að það verði mýkra og gljáinn jafnvel enn meiri. Láta skal bílinn standa inni yfir nótt, til að hámarksárangur náist - hjúpurinn þarf að kristallast og bindast saman og því er verra ef regnvatn kemst strax í snertingu við yfirborð bílsins. Varnarkápan endist í afar langan tíma.

    ÞRIF EFTIR CERACOAT MEÐFERÐ

    Nóg er að nota vatn til að skola bílinn, með háþrýstingi, ef nauðsyn krefur. Nota má hreinsiefni og sápu, ef þörf er á, það hefur engin áhrif á varnarhjúpinn. Oft nægir að nota blautan klút til að hreinsa. Regnvatnið (eða saltvatnið, sé um bát að ræða, á ákveðnum hraða) mun perlast af bílnum og skola af óhreinindi!

bottom of page