top of page

Um okkur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigendur Primkaups ehf eru Bárður og Perlynda Gunnarsson.

 

Primkaup ehf hefur aðsetur í Hveragerði og er umboðsaðili fyrir svissneska vörumerkið Ceracoat Ceramic, en þær vörur byggjast á nanótækni og eru nokkuð nýstárlegar. Primkaup rekur vefverslun á netinu og á vefsíðu þess má kynna sér vörurnar betur og skoða myndbönd sem sýna virknina.

 

Um er að ræða efni á vökvaformi sem er úðað eða borið á yfirborð hluta, til að minnka þrif og auka endingu eigna. Vörurnar eru ætlaðar hinum almenna neytanda. Eftir slíka nanóhjúpun, sem er afar endingargóð, verður yfirborðið óhreininda- og vökvafælið. Á þennan hátt má verja alla mögulega hluti og lengja líftíma þeirra, en þeir gætu verið leðurvörur, speglar, rúður, flísar, baðvaskar, klósett, fatnaður, skór, tölvur, símar, skotvopn, steinveggir, til að nefna eitthvað.

 

Ef þið t.d. hefðuð hjúpað ykkar fínustu föt og helltuð yfir ykkur rauðvíni, væri enginn skaði skeður, því vökvinn einfaldega perlaðist af yfirborði þeirra. Primkaup selur líka vélvörn sem myndar nanóhjúp í vél- og gírbúnaði gegn núningi og sliti, sem dregur úr eldsneytiseyðslu, hitamyndun, olíunotkun, hávaða, útblæstri og eykur afköst, afl og endingu vélar. Ceracoat Ceramic vélvörnin verndar vélar líka í kaldstarti og smurningarskorti.

 

Primkaup býður líka upp á afar áhrifaríkan lykteyðir, sem eyðir allri ólykt sem myndast af lífrænum efnum. Hann má nota á allt yfirborð, sem og á teppi og vefnaðarvörur, og er tilvalinn á bletti þar sem gæludýr hafa gert þarfir sínar.

 

Kjörorð Primkaups er hjúpun í stað hreingerninga, því draga má verulega úr hefðbundnum þrifum og notkun hreinsiefna með Ceracoat nanóhjúpun. Þess má og geta að varnarhjúpurinn er ósýnilegur, algjörlega umhverfisvænn, hefur engin áhrif á matvæli og er skaðlaus líkamanum.

 

Nanótækni gæti vissulega verið næsta skref mannsins inn í framtíðina. Hún er að ryðja sér til rúms á flestum sviðum vöruframleiðslu. Hún býr yfir óþrjótandi möguleikum og á örugglega eftir að skipa stóran sess í margskonar tækniþróun.

 

Þá er bara að kíkja í vefverslun Primkaups, sjá hvað þar er í boði og kynnast nanótækninni.

 

                                                                                                                                                                                               Við erum líka hér -> 

  • w-facebook
bottom of page