top of page
CERACOAT CERAMIC LEÐURVÖRN, 200 ML

LEÐURVÖRN

kr6,799.00Price
  • Gerir leður og leðurlíki vatnsþétt og myndar varnarhjúp á yfirborðinu. Ætlað á allt leður og leðurlíki, svo sem skó, stígvél, jakka og yfirhafnir, stóla, bíla, húsgögn og töskur. Má líka nota á lakkaða viðarfleti, líkt og húsgögn. Er vökvaþétt og verndar yfirborðið gegn vatni, olíu, kaffi, mjólk, hunangi, sósum, rauðvíni, ryki og almennum óhreinindum. Hinn þunni Ceracoat nanóhjúpur er vatnsþéttur og verndar yfirborð allra leðurvara og gerir leðrið gljáandi og skerpir lit þess. Eftir meðferð hryndir leðrið frá sér vatni og ryk og óhreinindi festast ekki lengur við yfirborðið.Ceracoat leðurvörnin gerið leðrið sem nýtt, litur þess verður skarpari og dýpri og yfirborðið mýkra. Hin þunna Ceracoat nanóvörnin endist afar lengi, í um eitt ár, allt eftir notkun. Eftir Ceracoat meðferð, er ekki lengur þörf fyrir hefðbundin hreinsi- og fægiefni fyrir skó og leðurvörur.

    CERACOAT SPARAR TÍMA OG PENINGA!NOTKUN: Yfirborðið þarf að vera hreint og þurrt og hrista skal ílátið fyrir notkun. Hægt er að hjúpa leður eða leðurlíki sem þegar hefur verið fægt. Setja skal nokkra dropa í klút eða beint á yfirborðið og hjúpa það vandlega. Auðvelt er að sjá efnið á yfirborðinu og hvort það hafi þakið alla fleti. Efnið þarf að þorrna í nokkrar klukkustundir.

    ÞRIF EFTIR CERACOAT MEÐFERÐ

    Ryk og vökva má einfaldlega þurrka í burtu með rakadrægri pappírsþurrku. Aðeins ætti að nota vatn til að hreinsa í burtu fitu og olíu. Það má gera með blautri pappírsþurrku.

bottom of page