top of page
CERACOAT CERAMIC SKOTVOPNAVÖRN, 200 ML

SKOTVOPNAVÖRN

kr9,499.00Price
  • Er ekki hefðbundin skotvopnaolía, heldur kemur í stað hverskyns olíu sem notuð er á skotvopn. Efnið er afar áhrifaríkt, er í vökvaformi og myndar sterkan varnarhjúp á yfirborðinu (ekkert sílikon & PTFE). Efnið myndar varnarhjúp og hefur fjölmarga kosti. Það verndar alla hreyfanlega hluti skotvopnsins gegn álagi, sliti, tæringu og svarfi, einkum hvað riffla varðar, og efnið lekur ekki niður, vegna aðdráttaraflsins. CERACOAT Skotvopnavörnin er þurr á yfirborðinu og ekki er hægt að þurrka hana í burtu með höndum. Útgufun hefur ekki áhrif á nanóhjúpinn og því verndar hann gegn tæringu.

    CERACOAT Skotvopnavörnin myndar silkimatta áferð og er lit- og lyktarlaus. Jafnvel eldri skotvopn fá aftur sitt fyrra glæsta og fágaða útlit. Efnið má nota á svo til allt yfirborð, svo sem stál, við (málaðan), gúmmí, plast og járn. Efnið má líka nota á skrautmuni úr gulli og silfri. Efnið helst virkt frá -50°C til +750°C

    NOTKUN: 

    CERACOAT Skotvörnina ætti að bera á hreint yfirborð skotvopna. Málmhluti þarf að hreinsa af olíu og fitu áður en það er borið á, svo það nái að festa sig við stálið. Úða ætti þunnu lagi af CERACOAT efninu á yfirborðið og dreifa úr því með fíntrefja handklæði, svo að fínlegur hjúpur myndist á yfirborðinu. Að því loknu mun CERACOAT efnið þorrna á um 30 mínútum og verða fullhart eftir um 2 klukkustundir. Byssuhlaupið þarf að vera algjörlega hreint áður en það er hjúpað. Nota ætti bómullarhnoðra til að hreinsa það og hreyfa hreinsipinnann nokkrum sinnum fram og til baka. Nota ætti úðabrúsann séu byssur hjúpaðar. Nota má nokkra dropa til að hjúpa smærri yfirborð og til að draga úr gikkþunganum.

bottom of page