top of page
CERACOAT CERAMIC STEINVÖRN, 200 ML

STEINVÖRN

kr4,999.00Price
  • Fyrir allt steinefni, svo sem sandsteina, holsteina, steypta veggi, múrsteina og kalksteina. Má nota á gólf sem veggi, bæði úti og inni, á áveðurshliðar húsa, þaksteinsflísar, garðhellur, garðstyttur og hleðslusteina. Ceracoat steinvörnin er vökva- og vatnsþétt og ver allt yfirborðið gegn óæskilegum efnum, t.d. olíu, ryki og almennum óhreinindum. 

    Ceracoat steinvörnin hefur engin áhrif á matvæli. Steinvörnin hentar þar sem þörf er á sterkum og algjerlega vatnsheldum hjúp, sem mun verja yfirborðið í áraraðir. Hjúpurinn stenst mikið vatnsálag. Ceracoat steinvörnin er umhverfis- og náttúruvæn.

    Hinn þunni Ceracoat nanóhjúpur er vatnsþéttur og ver allt yfirborð steinsins. Vatnið sogast ekki inn í steininn, heldur rennur það af yfirborðinu og ryk og óhreinindi ná ekki að festast við það. Engin sýnileg breyting verður á yfirborðinu. Eftir Ceracoat meðferð þarf ekki lengur að nota hreinsiefni. 

    CERACOAT SPARAR TÍMA OG PENINGA!NOTKUN: 

    Yfirborðið þarf að vera hreint og þurrt.Prófaðu þig áfram:

    Settu dropa af vatni á yfirborðið. Vatnið verður að sogast inn í efnið til að hægt sé að meðhöndla það með Ceracoat vörninni. Ef vatnið sogast ekki inn í efnið, ber það vott um að yfirborðið hafi þegar verið meðhöndlað, og þá er gagnslaust að spreyja Ceracoat vefnaðarvörninni á yfirborðið. Spreyja skal Ceracoat vörninni þar til rakur hjúpur myndast á yfirborðinu, sem þarf að þorna í 24 klukkustundir. Varnarhjúpurinn endist í mörg ár. (Sjá myndbönd hér að neðan).

    ÞRIF EFTIR CERACOAT MEÐFERÐ

    Regnvatnið hreinsar yfirborð steinsins. Að öðrum kosti, hreinsið þá aðeins með vatni. Ekki er lengur þörf á hreinsiefnum. Hægt er að háþrýstiþvo yfirborðið (upp að 60 börum).

bottom of page